Flottur hringur hjá Ólafíu litaður af skramba

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lengst af frábært golf á Kingsmill Championship mótinu á LPGA-mótaröðinni í Virginíufylki í Bandaríkjunum í kvöld en tvöfaldur skolli á 16. holu reyndist henni dýr eftir stöðuga og góða frammistöðu. Ólafía lauk leik á pari í dag og í 72. sæti er hún kom í hús.

Ólafía hóf leik á fugli, fimm pörum og öðrum fugli á fyrstu sjö holunum og var tveimur höggum undir pari all þar til á 14. holu er fyrsti skolli hringsins leit dagsins ljós en fram að honum hafði Ólafía verið með efstu 20 kylfingum. Hún svaraði skollanum á 15. holu með fugli á 16. en tvöfaldur skolli, eða skrambi, á 17. holu þýddi að Ólafía hrapaði niður í 70. sæti. Ólafía hélt hins vegar haus og lauk síðustu tveimur holunum á pari.

Ólafía verður í baráttu á morgun á öðrum hringnum en þetta mót er það tíunda hjá henni á keppnistímabilinu.

Ólafía í Virginíu - 1. hringur opna loka
kl. 21:27 Textalýsing 18. hola - Ólafía lýkur hringnum á pari og endar á pari í heildina. Fínasti fyrsti hringur hjá Ólafíu en þessi skrambi á 16. holu litar hann talsvert. Staðan :PAR og í 72. sæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert