„Getum náð enn lengra“

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/LPGA

Jussi Pitkanen, afreksstjóri Golfsambandsins, telur góðar líkur á því að Ísland muni eiga fulltrúa í golfkeppni næstu Ólympíuleika sem haldnir verða í Tókýó árið 2020.

„Eins og staðan er í dag þá er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir nógu ofarlega á heimslistanum til að komst á Ólympíuleikana. Hún væri því að fara til Tókýó ef það væri ákveðið í dag. Mér þætti afskaplega skemmtilegt ef við næðum fleiri en einum keppenda inn á næstu Ólympíuleika. Hvort sem það væru tveir keppendur í kvennaflokki eða karl og kona. Ef við skoðum síðustu leika í Ríó fyrir tveimur árum þá gáfu margir snjallir kylfingar frá sér keppnisréttinn. Ég tel að stemningin verði frábrugðin því á næstu leikum árið 2020.

Gullverðlaunahafinn frá því í Ríó, Justin Rose, vísar til að mynda stöðugt til sigursins og þess hvaða þýðingu sigurinn hafði fyrir hann. Ólympíugullið skipti hann miklu máli og eftir því sem árin líða reikna ég með því að fólk venjist betur þeirri tilhugsun að golf sé orðið ólympíugrein á ný. Golfkeppni leikanna mun verða enn stærri viðburður fyrir golfheiminn og ég tel að bestu kylfingar heims muni átta sig betur á því. Stórkostlegt væri ef Ísland gæti átt fulltrúa í þeirri keppni. Heimslistarnir ráða því að mestu leyti og eftir því sem íslensku kylfingarnir komast hærra á þeim listum því meiri verða möguleikarnir,“ sagði Pitkanen þegar Morgunblaðið spjallaði við hann í vikunni.

Sjá allt viðtalið við Pitkanen í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »