Arna og Guðrún fyrstar á Akranesi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir á Garðavelli í dag.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir á Garðavelli í dag. Ljósmund/GSÍ

Arna Rún Kristjánsdóttir úr GM og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK eru efstar og jafnar eftir fyrsta keppnisdaginn í kvennaflokki á Egils Gull-mótinu á Garðavelli á Akranesi en það er liður í Eimskipsmótaröðinni.

Arna Rún og Guðrún Brá léku báðar á 76 höggum, eða fjórum höggi yfir pari vallarins. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni á Akranesi er í þriðja sæti en hún lék heimavöllinn á sex höggum yfir pari, 78 höggum. Amanda Guðrún Bjarnadóttir úr GHD er fjórða á 8 yfir pari og Andrea Ýr Ásmundsdóttir úr GA er í fimmta sætinu á 81 höggi, eða níu yfir pari vallarins.

mbl.is