Birgir úr leik í Belgíu

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Ljósmynd/GSÍ

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á Belgian Knockout-mótinu í Antwerpen í dag en það er liður í Evrópumótaröðinni.

Birgir lék á 72 höggum í gær og á 73 höggum í dag og var samtals á þremur höggum yfir pari vallarins. Hann hafnaði í 86.-92. sæti en hefði þurft að leika á einu höggi yfir pari til að komast áfram.

mbl.is