Hætt við seinni tvo dagana

Axel Bóasson
Axel Bóasson

Hætt hefur verið við síðari tvo dagana á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi vegna veðurs, en mótið hófst í dag á Garðavelli á Akranesi. Mótið er það fyrsta á mótaröðinni í sumar.

Axel Bóasson stendur því uppi sem sigurvegari í karlaflokki á fjórum höggum undir pari og Arna Rún Kristjánsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir deila með sér efsta sæti í kvennaflokki á fjórum höggum yfir pari. 

Karlaflokkur:
1. Axel Bóasson, GK 68 högg (-4)
2. Aron Snær Júlíusson, GKG 70 högg (-2)
3.-4. Andri Már Óskarsson, GHR 71 högg (-1)
3.-4. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 71 (-1)

Kvennaflokkur:
1. -2. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM 76 högg (+4)
1.-2. Guðrún B. Björgvinsdóttir, GK 76 högg(+4)
3. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 78 högg (+6)

Stigakeppni klúbba:

Karlaflokkur:
1. Golfklúbbur Mosfellsbæjar
2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
3.-4. Golfklúbburinn Keilir
3.-4. Golfklúbbur Akureyrar

Kvennaflokkur:
1. Golfklúbburinn Keilir
2. Golfklúbbur Mosfellsbæjar
3. Golfklúbbur Reykjavíkur

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
mbl.is