Íslandsmeistarinn fer vel af stað

Axel Bóasson á Garðavelli í dag.
Axel Bóasson á Garðavelli í dag. Ljósmynd/GSÍ

Íslandsmeistarinn Axel Bóasson er efstur í karlaflokki á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta hring á Egils Gull mótinu, fyrsta móti ársins á Eimskipsmótaröðinni. Mótið fer fram á Garðavelli á Akranesi.

Aron Snær Júlíusson er í 2. sæti á tveimur höggum undir pari og þeir Andri Már Óskarsson og Dagbjartur Sigurbrandsson koma þar á eftir á einu höggi undir pari. 

Axel fékk fimm fugla, einn skolla og 12 pör á hringnum. Annar hringurinn verður leikinn á morgun og alls þrír hringir. 

mbl.is