Ólafía í mjög góðum málum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leikur annan hringinn á Kings­mill Champ­i­ons­hip-mót­inu á LPGA-mótaröðinni í Virg­in­íu­fylki í Banda­ríkj­un­um í dag. Eftir 12 af 18 holum er Ólafía á tveimur höggum undir pari og á leiðinni í gegnum niðurskurðinn með óbreyttri spilamennsku.

Ólafía fékk fugl á 10., 13. og 3. braut og par á hinum níu holunum og hefur hún því leikið mjög stöðugt og gott golf. Kylfingurinn lék á 71 höggi í gær, eða á pari og er hún því á samtals þremur höggum undir pari. 

Kylfingar á einu höggi undir pari og betra skori fara í gegnum niðurskurðinn eins og staðan er núna. 

mbl.is