Guðmundur á meðal tíu efstu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson

Guðmund­ur Ágúst Kristjáns­son, kylf­ing­ur úr Golf­klúbbi Reykja­vík­ur endaði í 9.-12. sæti á Stora Hotell­et Brygg­an Fjäll­backa-mót­inu sem haldið er í Svíþjóð og er hluti af Nordic Tour-mótaröðinni í golfi.

Guðmundur lék hringina þrjá á 67, 71 og 68 höggum og endaði leik á samtals sjö höggum undir pari og var þremur höggum frá efstu mönnum. Guðmundur lék þriðja hringinn í dag og fékk fjóra fugla, einn skolla og 13 pör. 

Axel Bóasson bar sigur úr býtum á mótaröðinni á síðasta ári, sem er í 3. styrkleikaflokki í Evrópu á eftir Áskorendamótaröðinni og Evrópumótaröðinni. 

mbl.is