Tiger Woods með á Memorial

Tiger Woods
Tiger Woods AFP

Tiger Woods verður með á Memorial-mótinu á PGA-mótaröðinni sem hefst á fimmtudaginn og verður í ráshópi með ólympíumeistaranum Justin Rose sem sigraði á síðasta móti og er í þriðja sæti heimslistans. 

Woods verður með á Memorial í fyrsta skipti síðan 2015 en honum hefur gengið einstaklega vel á mótinu í gegnum tíðina og unnið það fimm sinnum. 

Átta af efstu níu kylfingum heimslistans verða með en sá efsti, Justin Thomas, sigraði á mótinu í fyrra. 

Jack Nicklaus er gestgjafi mótsins ef svo má segja en hann kom mótinu á koppinn árið 1976.

mbl.is