Veðrið truflar undirbúning Ólafíu

Ekki er útlit fyrir að Ólafía komist á teig í …
Ekki er útlit fyrir að Ólafía komist á teig í dag til að spila æfingahring. Ljósmynd/GSÍ

Shoal Creek vellinum hefur verið lokað í dag vegna veðurs en varað var að fellibylur gæti náð inn á svæðið sem er í Alabamaríki í Bandaríkjunum. Þar mun Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefja leik á fimmtudaginn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. 

Flestir kylfingarnir mættu á svæðið í gær og reyna að nýta mánudag, þriðjudag og miðvikudag sem best til að undirbúa sig og kynna sér völlinn. 

Kylfingar fá í það minnsta ekki að fara inn á völlinn fyrri hluta dagsins í dag og í framhaldinu kemur í ljós hversu slæmt veðrið verður. 

Völlurinn þykir vera nokkuð mjúkur eftir rigningu í síðustu viku. 

Opna bandaríska er eitt af risamótunum fimm hjá konunum og er annað í röðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert