Ólafía byrjar seinni partinn á morgun

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/GSÍ

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur á morgun keppni á sínu öðru risamóti í golfi en Opna bandaríska meistaramótið á að hefjast á Shoal Creek-vellinum í Alabama-ríki í Bandaríkjunum. Veður hefur reyndar sett strik í reikninginn og vellinum var lokað í gær þegar hitabeltisstormurinn Alberto gekk yfir svæðið.

Fyrstu konur hefja leik klukkan 11.40 að íslenskum tíma, 6.40 að staðartíma, en Ólafía fer af stað kl. 17.42 (12.42 að staðartíma). Með henni í hópi eru Linn Grant frá Svíþjóð og Minami Hiruta frá Japan.

Ólafía er í 116. sæti á peningalista mótaraðarinnar fyrir þetta mót en hún hefur átt erfitt uppdráttar á LPGA það sem af er árinu. Hún er í 222. sæti heimslistans en hefur best verið í 170. sæti á þessu ári. vs@mbl.is