Flott frammistaða hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék vel á fyrsta hringnum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hófst í Shoal Creek í Alabama í dag en þetta er eitt af risamótunum í kvennagolfinu. Fylgst var með gangi mála hjá Ólafíu í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Ólafía lék fyrsta hringinn á 72 höggum eða á pari vallarins og er hún sem stendur í 27.-44.sæti en margir kylfingar eiga enn eftir að ljúka leik. Ólafía var mjög stöðug í spilamennsku sinni.  Hún fékk 15 pör, tvo fugla og fékk einn tvöfaldan skolla. Þegar þetta er skrifað eru Ariya Jutanugarn frá Tælandi og Sarah Jane Smith frá Ástralíu í forystu á fimm höggum undir pari.

Ólafía Þórunn er að taka þátt á þessu risamóti í fyrsta sinn. Hún varð fyrsti íslenski kylfingurinn sem komst inn á risamót þegar hún tók þátt á KPMG PGA mótinu í lok júní í fyrra. Valdís Þóra Jónsdóttir keppti á opna bandaríska mótinu í fyrra og varð um leið fyrsti íslenski kylfingurinn til að taka þátt í því.

Verðlaunaféð  á mótinu er 5 milljónir bandaríkjadala sem jafngildir um 540 milljónum íslenskra króna.

Ólafía á opna bandaríska 1. hringur opna loka
kl. 22:57 Textalýsing 18 - Par Enn eitt parið hjá Ólafíu sem hefur þar með lokið keppni í dag. Flott frammistaða hjá henni. Staðan: Á pari í 27.-44. sæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert