Frábært skor hjá Haraldi og Ólafi

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús Ljósmynd/GSÍ

Haraldur Franklín Magnús og Ólafur Björn Loftsson skiluðu inn skorkortum upp á 66 högg á Nordic League mótaröðinni í gær en mótið fór fram í Danmörku. 

Eru þeir á samtals sex höggum undir pari vallarins að loknum fyrsta degi en þó þremur höggum á eftir Dananum Frederik Dreier sem átti stórbrotinn hring. 

Andri Þór Björnsson er einnig á meðal keppenda á mótinu en hann náði sér engan veginn á strik og lék á 79 höggum. Annar hringurinn af þremur er spilaður í dag. 

Ólafur Björn Loftsson
Ólafur Björn Loftsson mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is