Haraldur Franklín endaði í 16. sæti

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús golf.is

Atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús og Ólafur Björn Loftsson luku í dag keppni á Jyske Bank-meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af  Nordic Golf-mótaröðinni.

Haraldur Franklín lék lokahringinn í dag á einu höggi yfir pari og lauk keppni á fimm höggum undir pari í 16. sæti.

Ólafur Björn lék í dag á tveimur höggum yfir pari og endaði á samtals á einu höggi undir pari sem skilaði honum í 34. sæti.

Andri Þór Björnsson var einnig á meðal keppenda en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo fyrstu hringina.mbl.is