Ólafía náði sér ekki á strik

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir á Opna bandaríska mótinu sem er …
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir á Opna bandaríska mótinu sem er eitt fimm risamóta í LPGA-mótaröðinni. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sér ekki á strik á öðrum hringum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi á Shoal Creek í Alabama í dag og flest bendir til þess að hún komist ekki áfram í gegnum niðurskurðinn. Fylgst var með gengi hennar í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Ólafía lék hringinn í dag á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari og hún er sem stendur í 95.-110. sæti en margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag. Eins og staðan er núna miðast niðurskurðurinn við þrjú högg yfir par svo möguleikar Ólafíu á að spila tvo síðustu dagana virðast ansi litlir.

Ólafía Þórunn lék fyrsta hringinn á 72 höggum eða á pari vallarins og var í 25.-35. sæti. En hlutirnir gengu ekki upp hjá henni í dag. Hún fékk sjö skolla á hringnum, tvo fugla og lék 9 holur á parinu.

Staðan á mótinu

Ólafía í Alabama - 2. dagur opna loka
kl. 17:08 Tékkland Textalýsing 18 - skolli Ansans! Ólafía fékk skolla á síðustu holunni og möguleikar hennar á að komast í gegnum niðurskurðinn eru hverfandi en niðurskurðarlínan miðast við þrjú högg yfir pari. Staðan: 95.-110. sæti á +5.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert