Valdís Þóra og Guðrún Brá úr leik

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Valdís Þóra Jónsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eru báðar úr leik á Jabra Ladies Open-mótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Guðrún Brá lék í dag á 79 höggum eða á átta höggum yfir pari en hún var á meðal efstu kylfinga eftir fyrsta daginn. Guðrún Brá lauk keppni á sjö höggum yfir pari og endaði hún í 67.-79. sæti

Valdís Þóra lék hringinn í dag á 70 höggum eða á einu höggi undir pari. Henni tókst hins vegar ekki vel upp á fyrsta hringnum sem hún lék á 78 höggum eða á sjö höggum yfir pari. Valdís endaði í 57.-67. sæti.

mbl.is