Ólafía höggi frá því að komast áfram

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/LPGA

Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna banda­ríska meist­ara­mót­inu í golfi á Shoal Creek í Alabama í gærkvöld.

Niðurskurðurinn miðaðist við fjögur högg yfir pari en Ólafía Þórunn lék hringinn í gær á fimm höggum yfir pari eftir að hafa spilað fyrsta hringinn á pari.

Ólafía endaði í 84.-97. sæti á fimm höggum yfir pari. Sarah Jane Smith frá Ástalíu er með fjögurra högga forystu í toppsætinu en hún er samtals á 10 höggum undir pari.

Staðan á mótinu

mbl.is