Tiger með högg dagsins (myndband)

Tiger Woods er að leika vel.
Tiger Woods er að leika vel. AFP

Kylfingurinn Tiger Woods átti besta höggið á öðrum degi á Memorial-mótinu sem fram fer um helgina. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Woods lék annan hringinn á fimm höggum undir pari og stóð sig vel.

Á 11. holunni fékk hann örn fyrir glæsilegt högg af um 90 metra færi. Woods er samtals á fimm höggum undir pari og í 24. sæti ásamt öðrum kylfingum. Hér að neðan má sjá þetta glæsilega högg. 

mbl.is