Jutanugarn vann í bráðabana

Ariya Jutanugarn.
Ariya Jutanugarn. AFP

Ariya Jutanugarn frá Tælandi stóð uppi sem sigurvegari á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk í Alabama í gærkvöld.

Úrslitin réðust á fjórðu holu í bráðana en Jutanugarn og Hyo Joo Kim frá S-Kóreu enduðu báðar á 11 höggum undir pari eftir fjóra hringi. Sú tælenska var með sjö högga forskot á Joo Kim þegar níu holur voru eftir en hún saxaði jafnt og þétt á forskot Jutanugarn og tókst að jafna hana. Þetta var annar sigur Jutanugarn á risamóti en hún er 22 ára gömul.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 84.-97. sæti á fimm höggum yfir pari en hún var aðeins höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi.

mbl.is