Kristján og Helga efst á Símamótinu

Kristján Þór Einarsson spilaði á fimm höggum undir pari í ...
Kristján Þór Einarsson spilaði á fimm höggum undir pari í dag. Ljósmynd/GSÍ

Símamótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi hófst föstudaginn 8. júní en leikið er á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Mótið er fjórða mótið í Eimskipsmótaröðinni 2017-2018. Kristján Þór Einarsson er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn í karlaflokki. Hann lék Hlíðavöll í Mosfellsbæ á fimm höggum undir pari vallar eða 67 höggum. Kristján Þór er á heimavelli í þessu móti en hann er með tveggja högga forskot. Fimm leikmenn deila 2.-6. sætinu á þremur undir pari.

Helga Kristín Einarsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs er með tveggja högga forystu í kvennaflokki eftir fyrsta keppnisdaginn. Helga Kristín lék á 74 höggum og var á tveimur yfir pari. Saga Traustadóttir úr GR er næst í röðinni á 76 höggum líkt og Hafdís Alda Jóhannsdóttir úr GK.

mbl.is