Guðmundur og Haraldur jafnir í 15. sæti

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús golf.is

Atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson enduðu jafnir í 15. sæti á PGA Championship-mótinu sem fór fram í Svíþjóð á Nordic-mótaröðinni um helgina.

Íslensku kylfingarnir léku báðir á 3 höggum undir pari í mótinu og léku á samanlagt 210 höggum. Alls léku 156 kylfingar í mótinu og komust 45 efstu kylfingarnir áfram í gegnum niðurskurðinn að tveimur hringjum loknum.

Haraldur og Guðmundur léku báðir öruggt og gott golf og voru jafnir nánast allan tímann. 

mbl.is