Ragnhildur sigurvegari eftir bráðabana

Ragnhildur Kristinsdóttir
Ragnhildur Kristinsdóttir Ljósmynd/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ragnhildur Kristinsdóttir bar í dag sigur úr býtum á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi eftir bráðabana við Helgu Kristínu Einarsdóttur sem varð að sætta sig við 2. sæti. Mótið fór fram á Hlíðavelli í Mos­fells­bæ.

Helga hafði þriggja högga forystu á Ragnhildi eftir fyrsta dag, en Ragnhildur var komin upp fyrir Helgu fyrir þriðja og síðasta hringinn og munaði einu höggi á þeim. Helga lék á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari í dag á meðan Ragnhildur lék á 77 höggum og voru þær því jafnar. 

Að lokum vann Ragnhildur hins vegar bráðabanann, en Ragnheiður og Helga höfðu nokkra yfirburði á aðra kylfinga. Anna Sólveig Snorradóttir hafnaði í þriðja sæti á 19 höggum yfir pari og Saga Traustadóttir varð fjórða á 20 höggum yfir pari. 

mbl.is