Axel lék á 73 höggum í Frakklandi

Axel Bóasson.
Axel Bóasson.

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson lék á 73 höggum eða tveimur höggum yfir pari á fyrsta hring á Hauts de France-mótinu sem fram fer í Lumbres í Frakklandi. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, þeirri næststerkustu í álfunni.

Axel byrjaði vel og fékk tvo fugla á fyrstu átta holunum en á síðari tíu fékk hann fjóra skolla. Hann er í 59. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. 

Birgir Leifur Hafþórsson lék á 75 höggum eða fjórum höggum yfir pari og er í 92. sæti ásamt nokkrum öðrum. Birgir fékk fjóra skolla og 14 pör. 

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.
mbl.is