Haraldur hafnaði í 7. sæti í Danmörku

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús seth@golf.is

Haraldur Franklín Magnús náði mjög góðum árangri á Twelve Championship-mótinu í golfi sem fram fór í Holstebro í Danmörku og hafnaði í sjöunda sæti. Mótið hófst í gær og því lauk í dag, en það er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni. 

Guðmundur Ágúst Kristjánsson hafnaði í 16. sæti en hann var í mikilli toppbaráttu eftir gærdaginn, en lék ekki eins vel í dag. 

Leikið var með óhefðbundnum hætti. Leiknir voru fjórir 12 holu hringir á tveimur dögum og var reglulega skorið niður. Að fjórum hringjum loknum léku 4 efstu keppendurnir svo til úrslita og voru þá leiknar 6 holur í viðbót.

Haraldur komst áfram á fjórða hringinn en féll þá úr leik. Hann endaði í 7. sæti á 2 höggum yfir pari sem er hans besti árangur á tímabilinu. Guðmundur Ágúst lék sömuleiðis vel en hann féll úr leik eftir þrjá hringi og endaði í 16. sæti.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert