Hræðilegur hringur hjá Tiger

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods átti hræðilegan fyrsta hring á Opna Bandaríska meistaramótinu í golfi sem hófst á Shinnecock Hills vellinum í gær.

Tiger lék hringinn á 78 höggum eða átta höggum yfir pari er þetta versta skor hans á þessu móti sem hann hefur ekki verið með síðan árið 2015. Versta skor hans fyrir hringinn í gær var 77 högg á þriðja hringnum á Opna bandaríska mótinu á Oakland Hills árið 1996 sem hann lék á 77 höggum.

Tiger, sem hefur Opna bandaríska mótið í þrígang og hefur unnið 14 risamóti á ferlinum, gaf tóninn strax á fyrstu holunni en hann fékk þrefaldan skolla á henni og tvöfaldan skolla á 13. holunni þar sem hann þurfti að fjórpútta.

Bandaríkjamennirnir Scott Piercy, Russell Henley og Dustin Johnson ásamt Englendingnum Ian Pouluter eru í forystu eftir fyrsta hringinn en þeir léku allir á 69 höggum eða einu höggi undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert