Valdís í toppbaráttu í Tékklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.

Valdís Þóra Jónsdóttir er í fínum málum eftir tvo hringi á Czech Ladies Challenge-mótinu í golfi. Mótið er hluti af LET-mótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu. Valdís er á fjórum höggum undir pari eftir tvo hringi og í sjöunda sæti, fjórum höggum frá Carmen Alonso frá Spáni sem er í efsta sæti.

Valdís lék fyrsta hringinn í gær á 73 höggum eða á einu höggi yfir pari. Hún sýndi allar sínar bestu hliðar í dag og lék á 67 höggum, fimm höggum undir pari. Hún fékk sex fugla og einn skolla á holunum 18 og er örugg í gegnum niðurskurðinn. 

Þriðji hringur mótsins fer fram á morgun og fjórði og síðasti hringurinn á sunnudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert