Watson vann í Connecticut

Kylfingurinn Bubba Watson spilaði frábært golf um helgina.
Kylfingurinn Bubba Watson spilaði frábært golf um helgina. AFP

Kylfingurinn Bubba Watson fór með sigur af hólmi á Travelers Championship golfmótinu í Connecticut í Bandaríkjunum um helgina en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. Watson spilaði lokahringinn á mótinu á sjö höggum undir pari og var samtals á sautján höggum undir pari.

Breski kylfingurinn Paul Casey var í góðum málum fyrir lokahringinn og var með fjögurra högga forystu á mótherja sína en hann spilaði lokahringinn á tveimur höggum undir pari og það reyndist honum dýrt. Þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem Watson vinnur mótið en hann var að vinna sinn tólfta sigur á PGA mótaröðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert