Góður hringur hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Ljósmynd/golf.is

Birgir Leifur Hafþórsson lék annan hringinn á Prag Golf Challenge-mótinu í golfi í Prag í Tékklandi í morgun á fjórum höggum undir pari en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Birgir Leifur er samtals á þremur höggum undir pari eftir tvo fyrstu hringina og kemst að öllum líkindum áfram í gegnum niðurskurðinn sem er eftir tvo hringi. Hann nældi sér í fimm fugla á hringnum í dag, fékk skolla á einni holu og lék 12 holur á parinu.

Axel Bóasson lék hringinn í dag á tveimur höggum undir pari og er samtals á einu höggi undir pari sem mun líklega ekki duga honum til að komast í gegnum niðurskurðinn en eins og staðan er nú miðast hann við tvö högg undir pari.

Staðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert