Landsliðin í golfi hefja leik á EM

Frá vinstri: Jussi Pitkänen, Björn Óskar Guðjónsson (GM), Gísli Sveinbergsson ...
Frá vinstri: Jussi Pitkänen, Björn Óskar Guðjónsson (GM), Gísli Sveinbergsson (GK), Rúnar Arnórsson (GK), Henning Darri Þórðarson (GK), Aron Snær Júlíusson (GKG), Bjarki Pétursson (GB), Arnór Ingi Finnbjörnsson. Ljósmynd/Golf.is

Jussi Pitkänen, afreksstjóri GSÍ, valdi um miðjan júní sl.  landsliðin í karla- og kvennaflokki sem taka þátt á Evrópumótinu í golfi. Keppni hefst í þessari viku en konurnar keppa í Austurríki en karlarnir í Þýskalandi.

Hvert landslið er skipað sex leikmönnum. Á fyrstu tveimur keppnisdögunum er leikinn höggleikur þar sem fimm bestu skorin telja. Átta efstu liðin komast í A-riðil og eiga möguleika á að vinna til verðlauna, liðin sem enda í sætum 9 eða neðar keppa í B-riðli þar sem leikið er um sæti.

Engin þjóð fellur um deild á EM kvenna en tvær neðstu þjóðirnar í karlaflokki falla í 2. deild

Konur:

Keppt verður dagana 8.-14. júlí á EM kvenna á  GC Murhof-vellinum í Austurríki. Björgvin Sigurbergsson verður ráðgjafi/fyrirliði og Guðný Þóra Guðnadóttir verður sjúkraþjálfari liðsins.

Kvennalandsliðið er þannig skipað:  

Andrea Björg Bergsdóttir (GKG)
Anna Sólveig Snorradóttir (GK)
Berglind Björnsdóttir (GR)​
Helga Kristín Einarsdóttir (GK)​
Ragnhildur Kristinsdóttir (GR)​
Saga Traustadóttir (GR)

Frá vinstri: Björgvin Sigurbergsson, Anna Sólveig Smáradóttir (GK), Saga Traustadóttir ...
Frá vinstri: Björgvin Sigurbergsson, Anna Sólveig Smáradóttir (GK), Saga Traustadóttir (GR), Andrea Bergsdóttir (GKG), Helga Kristín Einarsdóttir (GK), Berglind Björnsdóttir (GR), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) og Guðný Þóra Guðnadóttir sjúkraþjálfari. Ljósmynd/Golf.is

England hefur titil að verja á EM kvenna en Englendingar vörðu titilinn á síðasta EM. Þess má geta að England vann EM kvenna þegar það fór fram á Íslandi árið 2016. Alls hefur England sigrað tíu sinnum á EM kvenna

Karlar:

Keppt verður dagana 8.-14. júlí á Golf Club Bad Saarow-vellinum rétt við Berlín í Þýskalandi. Arnór Ingi Finnbjörnsson er fyrirliði og Jussi Pitkänen verður ráðgjafi liðsins.

Karlandsliðið er þannig skipað: 
Aron Snær Júlíusson (GKG)
Bjarki Pétursson (GB)
Björn Óskar Guðjónsson (GM)
Gísli Sveinbergsson (GK)
Henning Darri Þórðarson (GK)
Rúnar Arnórsson (GK)

Stúlknalandsliðið Íslands keppir á Evrópumótinu í golfi sem fram fer á Forsgården-vellinum í Svíþjóð dagana 10.-14. júlí. Fyrirliði er Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir og ráðgjafi liðsins er Stefanía Kristín Valgeirsdóttir.

Liðið er þannig skipað:

Amanda Guðrún Bjarnadóttir (GHD)
Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA)
Heiðrún Anna Hlynsdóttir (GOS)
Hulda Clara Gestsdóttir (GKG)
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR)
Kinga Korpak (GS)

Frá vinstri: Þorbjörg, Hulda Clara Gestsdóttir (GKG), Andrea Ýr Ásmundsdóttir ...
Frá vinstri: Þorbjörg, Hulda Clara Gestsdóttir (GKG), Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA), Kinga Korpak (GS), Amanda Guðrún Bjarnadóttir (GHD), Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR), Heiðrún Anna Hlynsdóttir (GOS) og Stefanía Valgeirsdóttir. Ljósmynd/Golf.is
mbl.is