Á pari í 10. sæti á EM

Karlalandsliðið. Frá vinstri: Jussi Pitkänen, Björn Óskar Guðjónsson (GM), Gísli ...
Karlalandsliðið. Frá vinstri: Jussi Pitkänen, Björn Óskar Guðjónsson (GM), Gísli Sveinbergsson (GK), Rúnar Arnórsson (GK), Henning Darri Þórðarson (GK), Aron Snær Júlíusson (GKG), Bjarki Pétursson (GB), Arnór Ingi Finnbjörnsson. Ljósmynd/golf.is

Íslenska karlalandsliðið í golfi er í 10. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á Evrópumótinu sem hófst í Þýskalandi í gær.  

Á fyrstu tveimur keppnisdögunum er leikinn höggleikur þar sem fimm bestu skorin telja. Átta efstu liðin komast í A-riðil og eiga möguleika á að vinna til verðlauna, liðin sem enda í sætum 9 eða neðar keppa í B-riðli þar sem leikið er um sæti. Ísland er á parinu samtals.

Skor íslenska liðsins á fyrsta keppnisdeginum var þannig:

Aron Snær Júlíusson (GKG), 73 högg (+1)
Bjarki Pétursson (GB), 75 högg (+3)
Björn Óskar Guðjónsson (GM), 72 högg (par)
Gísli Sveinbergsson (GK), 70 högg (-2)
Henning Darri Þórðarson (GK), 75 högg (+3)
Rúnar Arnórsson (GK), 70 högg (-2)

Kvennalandsliðið. Frá vinstri: Björgvin Sigurbergsson, þjálfari, Anna Sólveig Smáradóttir (GK), ...
Kvennalandsliðið. Frá vinstri: Björgvin Sigurbergsson, þjálfari, Anna Sólveig Smáradóttir (GK), Saga Traustadóttir (GR), Andrea Bergsdóttir (GKG), Helga Kristín Einarsdóttir (GK), Berglind Björnsdóttir (GR), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) og Guðný Þóra Guðnadóttir sjúkraþjálfari. Ljósmynd/golf.is

Kvennalandsliðið er í 19. sæti og því neðsta á Evrópumóti kvenna sem fram fer á GC Murhof-vellinum í Austurríki. Alls eru sex leikmenn í hverju liði og fimm bestu skorin telja í höggleikskeppninni sem fram fer fyrstu tvo keppnisdagana.

Andrea Bergsdóttir (GKG) lék best allra í dag í íslenska liðinu eða 74 höggum (+2).

Skor íslenska liðsins var eftirfarandi:

Andrea Björg Bergsdóttir (GKG) 74 högg (+2)
Anna Sólveig Snorradóttir (GK) 79 högg (+7)
Berglind Björnsdóttir (GR)​ 80 högg (+8)
Helga Kristín Einarsdóttir (GK)​ 81 högg (+9)
Ragnhildur Kristinsdóttir (GR)​ 75 högg (+3)
Saga Traustadóttir (GR) 78 högg (+6)

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla