Birgir Leifur á einu undir á Ítalíu

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson

Birgir Leifur Hafþórsson lék á 70 höggum eða einu höggi undir pari á fyrsta hring á Italian Challenge-mótinu sem fram fer í Sardaníu á Ítalíu næstu daga. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Hann fór mjög vel af stað og fékk örn strax á fyrstu holu. Hann fékk svo þrjá fugla en tvo tvöfalda skolla á holunum 18. Annar hringurinn fer fram á morgun og kemur þá í ljós hvort Birgir komist í gegnum niðurskurðinn eður ei. 

mbl.is