Fín byrjun hjá Ólafíu í Ohio

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 70 höggum eða á einu höggi undir pari á fyrsta hring sínum á Marathon Classic-mótinu í Sylvania í Ohio-ríki í Bandaríkjunum. Mótið er liður í LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi. 

Hringurinn hjá Ólafíu var rólegur, en hún fékk tvo fugla, ein skolla og 15 pör. Hún fékk fugl strax á þriðju holu og svo 13 pör í röð. Hún fékk svo skolla á 17, en bætti upp fyrir það með fugli á síðustu holunni. 

Annar hringurinn fer fram á morgun og má búast við að Ólafía verði í harðri baráttu um að komast í gegnum niðurskurðinn. 

Ólafía í Ohio, 1. hringur opna loka
kl. 22:58 Textalýsing 18 FUGL Vel gert! Ólafía bætir upp fyrir skollann áðan með því að fá fugl á síðustu holunnu. Hún klárar hringinn á 70 höggum eða einu höggi undir pari.
mbl.is