Hallaði undan fæti eftir góða byrjun

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði ekki að halda uppteknum hætti eftir góða byrjun á þriðja hring á Marathon Classic-mótinu í Sylvania í Ohio-ríki í Bandaríkjunum í dag. 

Hún lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum undir pari og var komin á sex högg undir parið á tímabili og stutt frá efstu kylfingum. Það hallaði hins vegar undan fæti á síðari níu holunum sem hún lék á tveimur höggum yfir pari. 

Ólafía lék hringinn því á 71 höggi eða á pari og er í 38.-48. sæti fyrir lokahring mótsins sem fram fer á morgun. Hún er samtals á fjórum höggum undir pari.

Ólafía í Ohio, 3. hringur opna loka
kl. 19:20 Textalýsing 18 - PAR Skrautlegur hringur hjá Ólafíu. Hún byrjaði mjög vel en síðari níu holurnar voru efiðari. Staðan: -4 37.-43. sæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert