Haraldur fer snemma af stað

Haraldur Franklín Magnús verður á meðal þátttakenda á The Open.
Haraldur Franklín Magnús verður á meðal þátttakenda á The Open.

Haraldur Franklín Magnús skráir sig í sögubækurnar á fimmtudaginn kemur er hann verður fyrstur Íslendinga til að taka þátt í risamóti í golfi í karlaflokki. Hann er á meðal kylfinga sem keppa á Opna mótinu, The Open, sem fram fer í Skotlandi 19.-22. júli.

Haraldur er í ráshópi með James Robinson frá Englandi og Zander Lombard frá Suður-Afríku. Þeir fara af stað kl. 9:53 að staðartíma, 8:53 að íslenskum tíma. 

Robinson hefur leikið á Evrópumótaröðinni, PGA EuroPro tour-mótaröðinni og Áskorendamótaröð Evrópu undanfarin tvö ár. Besti árangur Robinson er annað sæti á Cordon Golf Open-mótinu á Áskorenda mótaröðinni árið 2015. Hann hefur aldrei áður keppt á risamóti. 

Lombard tók þátt á Opna mótinu fyrir tveimur árum síðan og komst þá í gegnum niðurskurðinn og hafnaði í 66. sæti. Hann keppir aðallega á Evrópumótaröðinni en einnig Sunshine-mótaröðinni, áður þekkt sem Suður-Afríku mótaröðin.

Hann hefur einu sinni hafnað í öðru sæti á Evrópumótaröðinni og einu sinni í Sunshine-mótaröðinni og hefur aðeins einu sinni keppt á risaamóti. Tiger Woods er á meðal keppenda á mótinu og fer hann af stað kl. 14:21 að staðartíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert