John Daly verður ekki með

John Daly.
John Daly. AFP

Rokkstjarnan golfsins, John Daly, verður ekki með á Opna breska meistaramótinu í golfi á Carnoustie-vellinum í Skotlandi. Hann dró skráningu sína til baka. 

Daly sigraði á mótinu árið 1995 og sigurvegarar á mótinu eru með keppnisrétt til sextugs. Daly skráði sig til leiks en hefur dregið það til baka vegna hnémeiðsla sem plagað hafa hann undanfarnar vikur. Ákvað Daly í framhaldinu að gangast undir aðgerð. 

John Daly er 52 ára gamall og hefur undanfarið leikið á mótaröð 50 ára og eldri í Bandaríkjunum sem nýtur töluverðra vinsælda. Daly skaust fram á sjónarsviðið árið 1991 þegar hann sigraði á PGA-meistaramótinu og hefur notið mikilla vinsælda allar götur síðan þótt á ýmsu hafi gengið hjá þessum breska kylfingi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert