Á Carnoustie í annað sinn

Haraldur Franklín Magnús á Carnoustie í gær.
Haraldur Franklín Magnús á Carnoustie í gær. Ljósmynd/Páll Ketilsson

Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, brýtur blað í íslenskri íþróttasögu í dag þegar hann verður fyrsti íslenski karlinn til að taka þátt í sögufrægasta golfmóti heims, The Open Championship, sem fyrst var haldið árið 1860.

Haraldur fer á teig í dag klukkan 8.53 að íslenskum tíma og er í ráshópi með James Robinson frá Englandi og Zander Lombard frá Suður-Afríku. Mótið fer í þetta skiptið fram á Carnoustie-vellinum á austurströnd Skotlands. Þar lék Haraldur á Amateur Championship árið 2015 og hefur því keppt á vellinum áður, sem væntanlega ætti að hjálpa honum þegar komið er á stærsta sviðið í hans íþrótt.

„Tveimur árum áður hafði mér gengið mjög vel í Amateur-mótinu (komst þá í 8 manna úrslit). Er það mót spilað á tveimur völlum og komast 80 efstu áfram og þá tekur við útsláttarfyrirkomulag. Ég hafði spilað mjög illa á öðrum velli þegar ég kom á Carnoustie 2015 og þurfti því að sækja þegar ég kom á Carnoustie. Ég spilaði fjandi vel hérna en hér er erfitt að sækja því hér þurfa menn að vera þolinmóðir. Ég spilaði á parinu,“ sagði Haraldur þegar Morgunblaðið ræddi við hann á Carnoustie í gær þegar Haraldur lagði lokahönd á undirbúninginn fyrir mótið. 

Viðtalið við Harald og frekari umfjöllun um mótið má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert