Haraldur og Tiger á sömu opnu

Haraldur Franklín Magnús á æfingu í gær.
Haraldur Franklín Magnús á æfingu í gær. Ljósmynd/Páll Ketilsson

Haraldur Franklín Magnús varð í dag fyrstur íslenskra karlakylfinga í golfi til að taka þátt á einu af risamótunum fjórum er hann keppti á The Open á Carnoustie-vellinum í Skotlandi.

Haraldur hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla og birti eitt stærsta dagblað Bretlands, The Times, ítarlegt viðtal við hann í blaði sínu í morgun, á sömu opnu og sjálfur Tiger Woods var til umfjöllunar.

Í greininni er Haraldi lýst sem „einfara sem æfði sig á nóttunni til að undirbúa sig fyrir mótið“ og er komið inn á þær einstöku aðstæður sem íslenskir kylfingar lifa við: að geta aðeins spilað íþróttina af alvöru í fimm mánuði á ári.

Viðtalið í heild má nálgast á heimasíðu The Times með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert