Hörður við störf á Carnoustie í dag

Hörður Geirsson á The Open árið 2016.
Hörður Geirsson á The Open árið 2016.

Hörður Geirsson, golfdómari úr Hafnarfirði, fylgdi einum ráshópi eftir á fyrsta keppnisdegi á Opna breska meistaramótinu, The Open Championship, í dag.

Hörður er í hópi þeirra sem annasta dómgæsluna í mótinu og dæmir hann á The Open í annað sinn en gerði það einnig árið 2016. Varð hann þá fyrstur Íslendinga til að dæma á The Open.

Hörður var dómari í ráshópnum á eftir Haraldi Franklín í dag og fylgdi þeim hópi eftir allan hringinn. Þar léku þeir Kodai Ichihara frá Japan, Enoch Rhys frá Wales og Marcus Armitage frá Englandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert