Ólafía safnaði þremur milljónum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á Hvaleyrarvelli í gær.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á Hvaleyrarvelli í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Í gær fór fram góðgerðargolfmót Ólafíu Þórunnar og KPMG til styrktar Umhyggju – félagi langveikra barna, en það var haldið á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbi Keilis. Mótið gekk mjög vel og söfnuðust þrjár milljónir króna handa Umhyggju. 

Fjölmörg fyrirtæki lögðu hönd á plóginn og sendu 52 kylfinga til þátttöku sem skiptust á að leika með LPGA-kylfingum og íslenskum afrekskylfingum. Fjórir LPGA-kylfingar komu til landsins til að taka þátt í mótinu; Alexandra Jane Newell, Allison Emrey, Cheyenne Woods og Madeleine Sheils auk Ólafíu Þórunnar. 

„Umhyggja styrkir fjárhagslega og styður með ýmsum hætti við fjölskyldur langveikra barna auk þess sem félagsmenn Umhyggju hafa til afnota tvö orlofshús sem eru sérútbúin sjúkrarúmum. Þá býður Umhyggja félagsmönnum upp á sálfræðiþjónustu, þeim að kostnaðarlausu.

Það er aðeins með velvild og stuðningi einstaklinga og fyrirtækja í landinu sem hægt er að halda starfinu áfram og þökkum við KPMG og Ólafíu Þórunni kærlega fyrir að standa að þessu góðgerðarmóti,“ sagði Regína Lilja Magnúsdóttir, formaður Umhyggju.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ásamt nokkrum keppendanna á Hvaleyrarvelli.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ásamt nokkrum keppendanna á Hvaleyrarvelli. mbl.is/Árni Sæberg
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fylgist með gangi mála.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fylgist með gangi mála. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert