Haraldur úr leik eftir erfiðan hring

Haraldur Franklín Magnús á teig á Carnoustie í dag.
Haraldur Franklín Magnús á teig á Carnoustie í dag. Ljósmynd/Páll Ketilsson

Haraldur Franklín Magnús úr GR er úr leik á Opna breska meistaramótinu, The Open Championship, á Carnoustie í Skotlandi. Haraldur lék sinn annan hring á mótinu í dag og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Haraldur lék hringinn í dag á 78 höggum eða sjö höggum yfir pari og því alls átta höggum yfir. Hann var fimm höggum frá því að komast áfram en niðurskurðurinn var við +3.

Hann lék ágætan fyrsta hring í gær á 72 höggum eða einu yfir pari. Hann átti svo nokkuð erfiðari dag í dag. Eftir fjögur pör á fyrstu fjórum holum dagsins kom skellur. Hann fékk þrefaldan skolla á fimmtu holu og skramba á þeirri sjöttu og var þá ljóst að það yrði alltaf brekka að komast áfram.

Hann lét þetta þó ekki á sig fá, sótti pör á næstu tveimur holum og endaði svo fyrri níu á fyrsta fugli dagsins. Haraldur fór í sókn á síðari níu og var í ágætis færi á að komast áfram eftir tvo fugla í röð á þrettándu og fjórtándu holu.

Þá kom annar skellur er hann fékk skolla á fimmtándu og skramba á sextándu og eftir það var vonin úti. Haraldur kláraði hringinn á pari á sautjándu og skolla á átjándu og síðustu holunni.

Kristján Jónsson, íþróttafréttamaður mbl.is og Morgunblaðsins, gekk hringinn með Haraldi í dag og lýsingu frá holu til holu hér fyrir neðan var stuðst við upplýsingar frá honum. 

Haraldur á The Open - 2. dagur opna loka
kl. 19:30 Textalýsing Haraldur kemst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir erfiðan dag. Honum tókst ekki að fylgja eftir fínum hring í gær og lýkur leik í dag á sjö höggum yfir pari, átta höggum alls.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert