Tveir á toppnum og Tiger á pari

Páll Ketilsson

Zach Johnson og Kevin Kisner eru efstir á The Open á Carnoustie-vell­in­um á aust­ur­strönd Skot­lands eftir að allir kylfingar hafa lokið öðrum hring sínum á mótinu.

Johnson lék afbragðs hring í dag, var á fjórum höggum undir par en Kisner var aðeins einu höggi undir pari eftir að hafa fengið skramba á 18. og síðustu holunni. Johnson sigraði á mótinu á Gamla vellinum á St. Andrews árið 2015.

Zander Lombard frá Suður-Afríku, sem var í ráshópi með Haraldi Franklín, var með þeim á toppnum um tíma en tveir skollar á síðustu þremur holunum urðu til þess að hann endaði daginn á fjórum höggum undir og í 6.-11. sæti.

Tiger Woods komst í gegnum niðurskurðinn en hann lék hringinn í dag á 71 höggi eða pari, rétt eins og í gær. Þá voru nokkrar stjörnurnar sem komust ekki í gegnum niðurskurðinn og eru úr leik eins og Sergio Garcia, Dustin Johnson, Justin Thomas, Hideki Matsuyama, Martin Kaymer, Jon Rahm og Bubba Watson.

Þriðji hringurinn fer fram á morgun og lokahringurinn á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert