Ótrúlegur Tiger efstur fyrir lokasprettinn

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Tiger Woods er í stórsókn á fjórða og síðasta hringnum á The Open sem fram fer á Carnoustie-vell­in­um á aust­ur­strönd Skot­lands en þetta er eitt af fjórum risamótum ársins í golfi.

Kylf­ing­arn­ir Jor­d­an Spieth, Xand­er Schauf­fele og Kevin Ki­sner voru efstir eftir þriðja hring í gær, allir á samtals níu höggum undir pari. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa þeir allir leikið sex holur og farið illa af stað.

Spieth er í þriðja sæti, hann byrjaði daginn á fjórum pörum en fékk svo skolla og næst skramba. Hann er nú alls á sex höggum undir pari.  Kisner er orðinn fimmti eftir að hafa fengið þrjá skolla og einn skramba ásamt fugli á fyrstu sjö holum sínum í dag. Schauffele er svo sjálfur með fjögur pör og tvo skolla í dag og er í jafn í fyrsta sætinu með engum öðrum en Tiger Woods.

Eftir að hafa spilað fyrst tvo hringina á pari hefur Tiger verið í stórsókn bæði í gær og í dag. Í gær lék hann hringinn á fimm höggum undir pari og hann hefur farið vel af stað aftur í dag, nælt í tvo fugla á fyrstu níu holunum. Hann er því á tveimur höggum undir á hringnum og hálfnaður með hann, en alls er Tiger á sjö höggum undir og í dauðafæri á að vinna sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Hann vann síðast Opna bandaríska mótið árið 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert