Björn Óskar sótti að Axel á toppnum

Axel Bóasson veltir fyrir sér pútti á Íslandsmótinu í Eyjum.
Axel Bóasson veltir fyrir sér pútti á Íslandsmótinu í Eyjum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Axel Bóasson verður með eitt högg í forskot á Björn Óskar Guðjónsson í karlaflokki fyrir lokadag Íslandsmótsins í golfi. Þetta varð ljóst eftir að þriðja hring lauk í Vestmannaeyjum í dag.

Axel lék hringinn á 70 höggum eða á pari á meðan Björn Óskar lék á 68 höggum, tveimur höggum undir pari.

Axel er á samanlagt átta höggum undir pari og Björn á sjö höggum undir pari. Haraldur Franklín Magnús lék á 71 höggi í dag og er þriðji á samanlagt fimm höggum undir pari. Kristófer Orri Þórðarson, Kristján Þór Einarsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Gísli Sveinbergsson koma þar á eftir á tveimur höggum undir pari. 

Rúnar Arnórsson er í 22. sæti á fjórum höggum undir pari, en hann lék á 65 höggum í dag. Daníel Ingi Sigurjónsson, sem er í 34. sæti á sjö höggum yfir pari, gerði hins vegar enn betur og lék á 63 höggum, sjö höggum undir pari. 

Lokadagur mótsins fer fram á morgun og verður Íslandsmeistari ársins 2018 krýndur. 

Staða efstu manna fyrir lokadaginn:

1. Axel Bóasson, GK (65-67-70) 202 högg (-8)
2. Björn Óskar Guðjónsson, GM (66-69-68) 203 högg (-7)
3. Haraldur Franklín Magnús, GR (72-62-71) 205 högg (-5)
4.-7. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (73-66-69) 208 högg (-2)
4.-7. Kristján Þór Einarsson, GM 208 högg (-2)
4.-7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 208 högg (-2)
4.-7. Gísli Sveinbergsson, GK 208 högg (-2)
8. Jóhannes Guðmundsson, GR (72-66-71) 209 högg (-1)
9. Stefán Þór Bogason, GR (70-68-72) 210 högg (par)
10. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (70-68-72) 210 högg (0)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert