Mikil spenna í Eyjum

Anna Sólveig Smáradóttir á Íslandsmótinu í gær.
Anna Sólveig Smáradóttir á Íslandsmótinu í gær. mbl.is/GSÍ

Mikil spenna gæti verið fram undan í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum og lýkur á morgun. Þegar konurnar eru hálfnaðar og hafa leikið 36 holur eru Keiliskonurnar Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Anna Sólveig Snorradóttir jafnar á samtals fimm höggum yfir pari.

Anna vann heil tíu högg á Guðrúnu á einum hring þegar Anna setti nýtt vallarmet af bláum teigum í gær og lék á 65 höggum eða fimm undir pari. Eldra vallarmetið var í eigu Sunnu Víðisdóttur úr GR, Íslandsmeistarans frá árinu 2013. Met hennar var 67 högg.

Anna Sólveig hefur ekki beinlínis verið stöðug fyrstu tvo hringina því þann fyrsta lék hún á 80 höggum og bætti sig því um fimmtán högg á milli daga sem er nánast með ólíkindum. „Ég var ekki viss um að ég kæmist í gegnum niðurskurðinn miðað við hvernig ég spilaði á fyrsta hringnum. Það var eitthvað sem gerðist á upphafsholunum sem varð til þess að ég lék svona vel. Góð byrjun hvatti mig áfram og ég hef aldrei leikið svona golfhring áður,“ sagði Anna við golf.is að hringnum loknum. Hún fékk níu fugla á hringnum og ætti að mæta á teig í dag með bullandi sjálfstraust.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert