Ólafía og Valdís náðu í jafntefli

Ólafía Þórunn og Valdís Þóra eru úr leik.
Ólafía Þórunn og Valdís Þóra eru úr leik. Ljósmynd/GSÍ

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eiga ekki möguleika á að komast áfram í undanúrslit á EM í golfi eftir jafntefli við Noora Komulainen og Ursula Wikstrom frá Finnlandi. 

Þær finnsku voru með tveggja stiga forskot þegar tvær holur voru eftir, en Ólafía og Valdís unnu síðustu tvær holurnar og tryggðu sér jafntefli. 

Ólafía og Valdís töpuðu fyrsta leik sínum fyrir Bretlandi í gær og geta þær nú ekki komist í efsta sæti riðilsins en aðeins eitt lið í hverjum riðli fer áfram í undanúrslit. 

mbl.is