Guðmundur hafnaði í fjórða sæti í Svíþjóð

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Ófeigur Lýðsson

Guðmundur Ágúst Kristjánsson hafnaði í fjórða sæti á One Partner Group Open-mótinu í golfi sem fram fór í Svíþjóð síðustu daga. Guðmundur lék þrjá hringi á samanlagt 208 höggum eða átta höggum undir pari. 

Mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni. Guðmundur lék sérstaklega vel á öðrum hring, eða á 65 höggum, sjö höggum undir pari. Hann lék hringinn í dag á 72 höggum. Sebastian Hanson frá Svíþjóð bar sigur úr býtum á 13 höggum undir pari. 

mbl.is