Guðrún Brá í gegnum niðurskurðinn

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, komst í gegnum niðurskurðinn á Anna Nordqvist Vasteras Open-mótinu í dag. Mótið er hluti af LET Access-mótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu. 

Guðrún lék annan hringinn í dag á 73 höggum, einu höggi yfir pari. Hún lék á 75 höggum í gær og er því samanlagt á fjórum höggum yfir pari. Guðrún er í 22. sæti, ásamt nokkrum öðrum kylfingum. 

Berglind Björnsdóttir er úr leik eftir tvo hringi. Hún lék á 81 og 83 höggum og er því samanlagt á 20 höggum yfir pari. Þriðji hringur mótsins fer fram á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert