Ingvar og Hulda keppa í Buenos Aires

Ingvar Andri Magnússon.
Ingvar Andri Magnússon.

Ingvar Andri Magnússon og Hulda Clara Gestsdóttir leika fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikum ungmenna, YOG, sem fram fara í Buenos Aires í Argentínu í október. Ingvar Andri og Hulda Clara verða fyrstu íslensku kylfingarnir sem keppa í golfi á móti sem tengist Ólympíuleikunum.

Ólympíuleikar ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) eru ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 14 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika eins og Ólympíuleikar fullorðinna.

Fyrstu sumarleikarnir fóru fram í ágúst 2010 í Singapore og fyrstu vetrarleikarnir fóru fram í janúar 2012 í Austurríki. Ísland hefur átt þátttakendur á leikunum frá upphafi.

Hulda Clara Gestsdóttir.
Hulda Clara Gestsdóttir.
mbl.is