Jafnt í lokaleik Ólafíu og Valdísar

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir gerðu jafntefli í ...
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir gerðu jafntefli í lokaleik sínum á EM í golfi. Ljósmynd/GSÍ

Kylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir gerðu jafntefli í lokaleik sínum á EM í golfi sem fram fer á Gleneagle-vellinum í Skotlandi. Ólafía og Valdís mættu þeim Christine Wolf og Sarah Scober frá Austurríki í lokaleiknum.

Ólafía og Valdís voru með einnar holu forystu fyrir lokaaholuna en austurrísku kylfingarnir unnu síðustu holuna og jöfnuðu þar með metin. Íslensku kylfingarnir enduðu því í þriðja sæti riðilsins í kvennaflokki með tvö stig en þær gerðu jafntefli í öðrum leik sínum á mótinu og töpuðu þeim fyrsta.

mbl.is