Vonandi komum við með medalíu heim

„Við erum mjög ánægðir, leikáætlunin gekk upp í dag. Norðmennirnir voru að spila vel líka og gáfust ekki upp, þetta var erfiður leikur," sögðu þeir Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingar og fulltrúar Íslands á EM í golfi í Skotlandi. Birgir og Axel tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum mótsins við erfiðar aðstæður. 

„Brautin breyttist mikið, en við erum vanir þessu," sagði Birgir. „Það voru fjórar árstíðir þarna úti," bætti Axel við. „Við vorum svolítið valtir í byrjun en undirbúningurinn okkar var öðruvísi í morgun."

Eru þeir félagar klárir að berjast um verðlaun á mótinu? 

„Klárlega, til þess erum við hér. Það væri mikill heiður. Vonandi náum við að spila vel og koma með medalíu heim,“ sögðu Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 

Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson glaðbeittir á Gleneagles-vellinum eftir …
Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson glaðbeittir á Gleneagles-vellinum eftir leik dagsins. Ljósmynd/Thomas Bojanowski
mbl.is